Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Afmælisóskir

Innilegar hamingjuóskir,Matthías Johannessen

Matthías Johannessen (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. ágú. 2009

ljóð á 17.júní í Sönderborg??

Komdu sæll Þórarinn, ég heiti Þórey Jónasdóttir og bý í Sönderborg í DK. Á 17.júní hátíðinni hér í bæ ætla ég að taka að mér hlutverk fjallkonunnar. Þar sem þú hefur samið svo mörg ljóð sem bæði börn og fullorðnir kunna að meta langar mig að lesa þar ljóð eftir þig. Ég á ljóðabókina Óðfluga, en fann neitt í henni sem mér fannst passa. Nú er ekki hlaupið út í búð hér í DK til að kaupa íslenska ljóðabóð, þannig að ég leyfi mér að spyrja, er möguleiki að fá sent ljóð frá þér að þessu tilefni? Bestu kveðjur Þórey

Þórey Jónasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 9. júní 2009

Gefa upp andann

Ætlar þú alveg að hætta að stytta mér stundir í samvistum mínum við þræl minn „Flataskjá“ með ómerkilegum athugasemdum? Mbk. Einar Erlendsson

Einar Erlendsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. feb. 2008

Gefa upp andann

Ætlar þú alveg að hætta að stytta mér stundir í samvistum við þræl minn, „Flataskjá“? Mbk. Einar Erlendsson

Einar Erlendsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. feb. 2008

Afmælisljóð

Við á leikskólannum Arnarbergi höfum mikin áhuga á að nálgast texta og ljóð sem þú og Hjálmar h gerðuð fyrir einnhverjum árum.Næsta ár er afmælisár Hafnarfjarðarbæjar og vildum við gjarnan innleiða þennan söng á leikskólum Hafnarfjarðar.Ég undirituð átti þennan texta og nótu þegar ég vann í þingeyjarsýslu en hef tapað þessu í flutningnum. Með von um svar Guðfinna á Arnarbergi

guðfinna guðnadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 1. nóv. 2007

17.júní

Sæll Þórarinn, ég vildi bara þakka þér fyrir ljóðið sem fjallkonan fór með eftir þig á 17.júní í Reykjavík, mér fannst það mjög gott og langar til að vita hvort og þá hvernig ég get nálgast það, kv. og þakklæti Sigríður Karlsdóttir, Stekkholti 2, Selfossi

sigríður karlsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. júní 2007

Rúna Guðfinnsdóttir

Ath.semd við þjóðkirjurækni

Sæll Þórarinn. Ég var of sein með athugasemd við grein þína um þjóðkirkjuna svo ég set hana hér. Samkynhneigðir hnotukrossinn hnjóta við ekki blessar ástarkossinn almættið.

Rúna Guðfinnsdóttir, lau. 12. maí 2007

Jón Ingvar Jónsson

Limrur

Sæll Þórarinn og takk fyrir (löngu) síðast. Mig langar að vita hvort þrjár bestu limrur mínar séu limrur eða ekki. Á Bíldudal sagði hann Bæring: "það besta gegn hungri er næring." Með belgmikinn kvið hann bætti svo við: "ég held að ég fái mér hræring." Limruskáld Örvar frá Odda ætlaði' að ríma við Brodda sem varð þó að pínu. Því vantaði línu. Limran, svo langt sem hún nær, er ljóðform með skammlínur tvær, en þessi er ekki með þær. Ég er þeirrar skoðunar að allt séu þetta kórréttar limrur. En, Hver er þín skoðun? Bestu kveðjur, Jón Ingvar Jónsson.

Jón Ingvar Jónsson, fös. 23. mars 2007

LIMRUR

Sæll Þórarinn og takk fyrir (löngu) síðast. Mig langar að spyrja þig um bragfræði limra. Ég hef ort margar limrur að ég tel. Og þó, hvað er limra? Ég sendi hér með þrjú dæmi og spyr: eru þetta limrur eða ekki? Á Bíldudal sagði hann Bæring: "það besta gegn hungri er næring." Með belgmikinn kvið hann bætti svo við: "ég held að ég fái mér hræring." Limruskáld Örvar frá Odda ætlaði' að ríma við Brodda, sem varð þó að pínu. Því vantaði línu. Limran, svo langt sem hún nær, er ljóðform með skammlínur tvær, en þessi er ekki með þær. Ég tel reyndar sjálfur að síðasta dæmið sé langbesta limra sem ég hef ort. Bestu kveðjur, Jón Ingvar Jónsson.

leirbulla.blog.is (Óskráður), fös. 23. mars 2007

Ragnar Bjarnason

Minnihlutaofbeldi

Ég má til með að hrósa fyrir greinina "minnihlutaofbeldi". Stórgóðar hugsanir og einmitt á þeim nótum, sem ekki eru alltaf slegnar en gefa svo góða raun.

Ragnar Bjarnason, mán. 26. feb. 2007

Góð vísa um frjálslynda

Ég sendi hana Höskuldi vini mínum :-)

Steingrímur Guðjónsson (Óskráður), fös. 2. feb. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband