18.4.2007 | 09:24
Tilhlökkun
Hér um árið komust femínistar að þeirri niðurstöðu að algóð(ur) Guð væri kona. Vinur minn Sigurður Árnason læknir benti þeim þá hæversklega á hinn augljósa skort á háttvísi sem felst í því að vilja bara hirða bestu bitana. Það gengur ekki, sagði hann, að ætla sér að hrifsa til sín Guð en skilja Djöfulinn eftir. Hann skal því fylgja með í þessum kynskiptum. Djöfull hentar ágætlega sem kvenkynsorð, beygist eins og ull.
Af þessu hlaust eftirfarandi limra:
Eftir lokaspöl lífsbrautarinnar
loks nýt ég kvenhylli minnar:
Á himnum í stuði
hjá henni Guði
eða á djúpslóðum Djöfullarinnar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Frábær limra. Opnar augu mín fyrir að Djöfulin er auðvitað kona.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 18.4.2007 kl. 13:55
Alltaf góður að koma auga á hið smáa sem gefur tilverunni lit.
Guðmundur Örn Jónsson, 18.4.2007 kl. 14:12
Við tökum gjarnan djöfulinn með í kaupunum. Djöfsi er ekki ólíkur sumum (fáum þó) karlmönnum sem við konur dröttumst stundum með í fórnarlamshlutverkinu og erum þess vegna með meirapróf á. Hm.. fyrirgefðu góða Guð!
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2007 kl. 17:26
Verð alltaf að lesa enda gamall aðdáandi þinn Þórarinn sem barn með hlustun á Matthildi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.4.2007 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.