Spásögn á elleftu stundu

Nú styttist í að tilkynnt verði hvaða höfundur hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlanda í ár. Mér skilst það verði klukkan 11.30 í dag. Íslendingarnir tveir, Hallgrímur og Jón Kalman eru sagðir eiga góða möguleika. Jafnframt mun margra annarra góðra kosta völ.

Ég skrapp í gær á málþing í Þjóðarbókhlöðunni þar sem dómnefndarmenn töluðu um bókmenntaástandið, hver í sínu landi. Við sátum þarna saman Urðafrændurnir, við Einar Már Guðmundsson og hlýddum á erindin sem satt að segja voru ansi misjöfn að gæðum. Eitt vorum við alveg sammála um frændurnir: Dómnefndarmenn voru þannig í framan að við teljum fullvíst að færeyski höfundurinn Carl Jóhan Jensen og bók hans Ósøgur um djevulskap verði fyrir valinu.

Látum nú koma í ljós hve glöggskyggnir við frændur erum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband