23.2.2007 | 13:42
Jónas sćkir á
Jónasaráriđ mikla sćkir á: Í fyrradag fór ég og hlýddi á tvo fróđlega fyrirlestra um Jónas Hallgrímsson í Kennaraháskólanum. Tók ţá fram yfir forvitnilega dagskrá um Auden 100 ára sem fór fram í Odda á sama tíma.
Í KHÍ fjallađi Stefán Bergmann um náttúrufrćđinginn Jónas. Hann kom inn á bakgrunn hans og áhrifavalda á ţví sviđi, síđan áhrif ţessara frćđa á Jónas og kveđskap hans og alla eftirkomendur, lćrđa sem leika.
Ragnar Ingi Ađalsteinsson fjallađi síđan ítarlega um stuđlasetningu Jónasar. Hann rćddi öll helstu álitamálin og hefur kannađ ţau sérstaklega hjá Jónasi. Svo sem s-stuđlun (hvort s+sérhljóđ er látiđ stuđla viđ sl, sm og sn), gnýstuđla (sk, sp, st) og í ţví samhengi einkum hvort sl, sm og sn gnýstuđli. Ţá fór hann vel yfir sníkjuhljóđastuđlun tengda sl, sm og sn (td hvort d-kennt sníkjuhljóđ á undan n í sn og sl teljist duga til stuđlunar viđ st).
Fleira var til athugunar. Međal annars kom í ljós ađ Jónas leyfđi sér nćr aldrei ţá tćkifćrisstefnu sem viljađ hefur lođa viđ norđlensk skáld ađ láta hv stundum stuđla viđ h og stundum viđ k.
Annars er s-iđ sérsviđ Ragnars Inga. Hann birti ritgerđ sína um ljóđstafinn s í íslenskum kveđskap í ţví ágćta óđfrćđitímariti Són, 3. hefti 2005. Ţar eru afgreidd međ tćmandi hćtti ýmis vandamál sem bragfrćđingar, skáld og hagyrđingar hafa löngum glímt viđ. Mjög gagnleg og spennandi lesning.
Eitt sinn orti ég níđvísu um Ragnar Inga, samkvćmt pöntun frá honum sjálfum. Hún er svona:
Góđs er af honum ekki neins von
einskis nema háđs og flíms.
Ragnar Ingi Ađalsteinsson
ólćknandi fíkill ríms.
Ragnar Ingi hefur međ rannsóknum sínum afsannađ rćkilega ţá svívirđilegu ađdróttun sem felst í fyrriparti vísunnar. Rímfíkn hans er hinsvegar áfram söm viđ sig og satt ađ segja vona ég ađ honum batni hún aldrei.
Miđvikudaginn 28. febrúar kl. 16 verđa svo enn tveir áhugaverđir fyrirlestrar um Jónas í KHÍ. Ţórđur Helgason rćđir uppruna og framhaldslíf bragarháttarins á Hvađ er svo glatt. Guđmundur Sćmundsson talar síđan um Megas Hallgrímsson og fjallar ţar um tengsl tveggja öndvegisskálda.
Ţađ hafa reyndar svo mörg skáld ort ljóđ um Jónas Hallgrímsson ađ ţau geta eiginlega kallast sérstök bókmenntagrein. Í fljótu bragđi man ég eftir ţessum skáldum: Grímur Thomsen, Hannes Hafstein, Matthías Jochumsson, Ţorsteinn Erlingsson, Jóhann Sigurjónsson, Davíđ Stefánsson, Steinn Steinarr, Snorri Hjartarson, Megas, Hallgrímur Helgason.
Sjálfsagt eru skáldin miklu fleiri. Nú síđast Gerđur Kristný sem á fínt ljóđ um Jónas í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar.
Vćri nokkuđ galiđ ađ safna ţessu öllu saman í bók? Og láta túlkanir íslenskra myndlistarmanna á skáldinu fylgja međ.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Athugasemdir
Líst vel á það. Sómafólk allt það fólk, enda þótt döndlafólk hafi nú mest vit á Jónasi, að mínum dómi.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráđ) 23.2.2007 kl. 14:38
Alls ekki galiđ.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2007 kl. 16:47
Ţetta er nefnilega alls ekki svo galin hugmynd. Ég myndi örugglega fjárfesta í slíkum grip.
Ragnar Bjarnason, 23.2.2007 kl. 20:52
Gleđur mig ađ rćtt skuli á nýjan leik um Jónas án frekari skilgreiningar í fyrirsögn - ţ.e. annan Jónas en Kristjánssoninn sem mörgum kemur fyrst í hug á síđari árum ...
Hlynur Ţór Magnússon, 24.2.2007 kl. 06:48
Svo má nú ekki gleyma stórvini mínum Jónasi B. Antonssyni ....
Baldvin Jónsson, 24.2.2007 kl. 13:33
Sćll
Ánćgjulegt ađ Jónas skuli sćkja á. Hér í Finnlandi er haldiđ upp á afmćli ţjóđskáldsins Runeberg og hans minnst í skólum, međ verđlaunaafhendingum og slíku eins og viđ gerum á afmćlisdegi Jónasar 16. nóvember. En Finnar ganga lengra, ţví ţennan dag er á bođstólum kaka, Runebergskaka. Ég er mikiđ fyrir góđar kökur og mér fannst ég fćrast svo miklu nćr skáldinu međ ţví ađ borđa afmćlisköku. Ţá eru líka fleiri sem geta minnst ţjóđskáldsins en skólabörn og ţeir sem fara á verđlaunaafhendinguna. Allir fá sér Runebergsköku í tilefni dagsins. Hvađ međ Jónasarköku 16. nóvember?
Hafsteinn Karlsson, 25.2.2007 kl. 13:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.