Föðurarfur

Vegna nýlegra frétta um að Keith Richards hafi tekið ösku föður síns í nefið. Eitthvað örlítið búinn að styrkja hana fyrst að sögn:

Margt gott er Keith Richards gefið
nú getur hann fælt úr sér kvefið:
Hann fékk sér hreint kók
og við föður sinn jók
og notar svo blönduna í nefið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

hefði kannske átt að skilja eftir smáhluta af ösku pabba gamla hérna um árið, ef kallinum vantaði meira

Hallgrímur Óli Helgason, 17.4.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

hefði kannske átt að skilja eftir smáhluta af ösku pabba gamla hérna um árið, ef kallinum vantaði meira

Hallgrímur Óli Helgason, 17.4.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Jens Guð

  Þessi ágæta limra virðist hafa farið sem stormsveipur um netheima í dag.  Ég fékk hana senda í tölvupósti úr tveimur áttum.  Höfundar var getið en ekki vísað í bloggsíðuna. 

  Þó að blaðafulltrúi Rollingana hafi í yfirlýsingu hafnað sannleiksgildi frásagnar Keiths þá er sagan jafn góð.  Reyndar er það hlutverk blaðafulltrúar að laga hlutina til. 

  Miðað við þá kóksniffara sem ég þekki þá er sagan eins og Keith sagði hana trúleg.  Sérstaklega ef mið er tekið af ýmsu öðru á ferli hans.

  Fyrir mörgum árum kíkti í heimsókn til mín ein vinsælasta rokkhljómsveit þess tíma hérlendis.  Ég bjó í kjallara og konan hafði sett matarsóta í litla skál til að eyða fúkkalykt.  Strákarnir í hljómsveitinni voru smá skakkir.  Þegar þeir sjá skálina segir einn:  "Vá,  hvað þú átt mikið.  Ég má fá mér smá rönd."  Ég held að þeir hafi allir fengið sér slurk af matarsótanum í nefið.  Og gerðu enga athugasemd.  Aldrei. 

  Verra fór fyrir móður Sids Vicious (bassaleikara Sex Pistols).  Sagan segir að hún hafi mætt með öskuna af honum í krukku blindfull á bar.  Það var grenjandi rigning úti og gólfið rennblautt innandyra.  Kella rann til á hálu gólfinu þegar hún ætlaði að sýna einhverjum öskuna.  Og Sid fór loks í bókstaflegri merkingu í svaðið. 

Jens Guð, 17.4.2007 kl. 23:16

4 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Svona getur saga af sér sögu ... eða góð limra af sér skemmtisögu í þessu tilfelli. Hef ekki heyrt þessa sögu af Sid Illa áður. Ég sem er búinn að tilkynna það öllum sem heyra vilja að það eigi að brenna mig að mér gengnum. Kannski maður þurfi að endurskoða það - því hvorki hugnast mér að fara í nefið né svaðið!  

Ágúst Hjörtur , 18.4.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Skemmtileg vísa eins og reyndar allar aðrar sem þú yrkir.  Hann bar þessa sögu til baka en það er góður íslenskur siður að láta ekki góða sögu gjalda sannleikans. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 18.4.2007 kl. 02:25

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og nú er móðir Keiths úr heimi höll og spennandi að vita hvort hún fær sömu afgreiðslu af hálfu sonarins.

Í þessu rifjast upp fyrir mér vísa sem Flosi Ólafsson orti af samskonar tilefni, en þar áttu í hlut drykkfelldur Íslendingur sem snússaði sig á föður sínum í duftformi og leyfði félögum sínum að njóta með sér:

,,Napurt er í nefi,

nár þar lent eg hefi,

en það verður verra

ef vinirnir fara að hnerra." 

Jóhannes Ragnarsson, 26.4.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband